Rice Krispies terta með bingókúlum & hraunrjóma

Þessi sælkerabomba er fengin af blogginu hennar Erlu Guðmunds. Að sögn Erlu er um að ræða alveg hrikalega góða köku sem slær í gegn í hvaða kaffiboði sem er. Ég hugsa að ég taki Erlu trúanlega og smelli í eina svona strax í dag. Bingókúlur, Rice Krispies, hraun, rjómi – það þarf ekkert meira. Ó, boj.

Sjá einnig: Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði

dsc00968

Rice Krispies terta með bingókúlum & hraunrjóma

Botn

100 gr íslenskt smjör

100 gr suðusúkkulaði

3 msk sýróp

300 gr bingókúlur (150 gr í botninn og 150 gr brædd ofan á)

3-400 gr Rice Krispies

  • Hendið öllu í pott og bræðið við vægan hita. Ég setti 150 grömm af bingókúlum með smjörinu, súkkulaðinu, sýrópinu og Rice Krispies-inu. Hin 150 grömmin bræddi ég sér í potti með smá rjómaslettu út í og skellti síðan yfir botninn þegar hann hafði verið inn í ísskáp í ca. klukkustund.

dsc00954

Ofan á

250 ml rjómi

2 stykki risahraun frá Góu

250 gr jarðarber

  • Þeytið rjómann og saxið hraunsúkkulaðið, frekar gróft.
  • Bætið hrauninu saman við rjómann þegar búið er að þeyta hann.
  • Skellið ofan á botninn og skreytið síðan með jarðarberjum.

Verði ykkur að góðu og gleðilega helgi.

Sjá einnig: Sjúklega gómsæt ostakaka með Mars & Rice Krispies

SHARE