Fyrri hluti tónlistarhátíðarinnar Coachella fór fram um helgina í Indio í Kaliforníu og fór hátíðin vel af stað þar sem Beyonce stal senunni þegar hún tróð upp mjög óvænt með systur sinni Solange. Beyonce virtist skemmta sér konunglega og brosti hringinn á meðan hún flutti lagið Losing You með Solange. Á meðal gesta Coachella voru þekktir leikarar, söngvarar og annað Hollywood þotulið líkt og Jaret Leto, Selena Gomez og Kendall og Kylie Jenner.
elle-beyonce-solange-coachella-h-lgn

 

Helgin samanstóð af þéttskipaðri dagskrá hjá Hollywood þotuliðinu því einnig fóru fram MTV kvikmyndaverðlaunin og flaug Jaret Leto með þyrlu á verðlaunaafhendinguna frá Coachella til að taka á móti sínum verðlaunum.
Það sem stóð upp úr á hátíðinni var líklegast fyrir mörgum þegar söngkonan Rita Ora reif leikarann Zac Efron úr skyrtunni sinni og hann neyddist til að sýna vel vaxin efri búk sinn. Aðrir vilja meina að flutningur Rihönnu og Eminem á laginu The Monster hafi verið toppur kvöldsins en upptaka af því atriði hefur fengið mikið áhorf.

zac-efron-shirtless-mtv-movie-awards-rita-ora-jessica-alba-gi

sddefault

Fyrir tískutímaritunum Vogue, Elle og Harper´s Baazar er það eina sem skiptir máli frá bæði Coachella og MTV kvikmyndaverðlaunum að sjálfsögðu hver klæddist hverju. Hér má sjá myndir af best klæddu konum MTV kvikmyndaverðlaunanna.

Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.

Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.

SHARE