Er ekki vel við hæfi að snæða dásamlegt rjómalagað pasta svona á Valentínusardaginn? Þessi pastaréttur er bæði einfaldur og hrikalega ljúffengur. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Kjúklingapasta í rjómaostasósu með beikoni

2013-03-17-10-07-04

Rjómalagað pasta

fyrir 4
350 g penne pasta
300 ml matreiðslurjómi
1/2 bolli basilpestó
3 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 1/2 bolli rifinn grillaður kjúklingur
1/2 bolli sólþurrkaðir tómatar, skornir þunnt
1/3 bolli rifinn parmesan

Aðferð

  1. Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum í söltu vatni. Varist að ofelda það. Hellið vatninu en haldið eftir 1/4 bolla af því.
  2. Látið pastað í stóran pott eða pönnu og bætið út í pastavatninu, rjóma, pestó, vorlauknum, kjúklinginum og sólþurrkuðum tómötunum. Hrærið saman í 1-2 mínútur eða þar til blandan er orðin heit.
  3. Setjið í skálar og stráið vorlauk og parmesan yfir.
Facebook Comments
SHARE