Nú stendur yfir spennandi áskorun sem nokkrir félagar sem stunda Crossfit í Crossfitstöðinni/Bootcamp í Elliðaárdal standa að. Átakið kallast „7×7 Áskorun“ þar sem sjö einstaklingar halda róðravél gangandi í sjö sólarhringa til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands.

r12

Við gripum Berglindi Guðmundsdóttur í stutt viðtal áður en hún hélt af stað í róðurvélina. Berglind er eigandi vefsíðunnar GulurRauðurGrænn&salt og ötull „Crossfitari“. Aðrir liðsmenn í átakinu eru Elsa Petra Björnsdóttir, Dóra Bragadóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ómar Ómar Ágústsson, Magnús Bergsson og Jóhannes Guðmundsson.

1. Hvernig skiptið þið niður verkefninu að halda róðurvélinni gangandi?

„Áskorunin 7×7 felur það í sér að við, 7 einstaklingar, munum halda einni róðravél gangandi stanslaust í sjö sólahringa. Við munum skipta með okkur vöktum sem vara í klukkutíma í senn en það þýðir að eftir þessa viku hefur hver einstaklingur róað í samtals 24 klukkustundir. Þetta er líkamlega erfitt en ætli andlegi þátturinn sé ekki mest krefjandi og þá sérstaklega sú staðreynd að við erum kannski að fá í mesta lagi þriggja tíma samfelldan svefn í þessa sjö sólarhringa.“

3. Eruð þið að mæta á nóttunni líka?

„Við mætum allan sólahringinn og róðravélin stoppar aldrei á þessu tímabili.“

r3

4. Hvernig gengur söfnunin?

„Hún gengur mjög vel. Fyrirtæki eru farin að heita á hvort annað, starfsfólk kemur þá niður í Bootcamp og er að róa með okkur í 60 mínútur í þvílíkri stemmningu og styðja í leiðinni við Fjölskylduhjálp Íslands en allur ágóði af söfnuninni rennur óskert til þeirra. Áskoruninni líkur í hádeginu á föstudaginn þannig að það þarf að hafa hraðann á langi fólki til þess að róa með okkur.“

5. Hvað sjáið þið fram á að geta styrkt marga?

„Við höfum sett okkur það markmið að safna ekki minna en miljón fyrir Fjölskylduhjálp Íslands og vonumst til að ná því markmiði. Fjölskylduhjálp Íslands mun svo útdeila því eins og þau telja að sé best, enda sérfræðingar í þeim efnum.“

6. Hvað felur styrkurinn í sér?

„Okkur þótti það orðið áberandi hvað fátækt er mikið vandamál á Íslandi og slæmt að sjá hver þróunin er í þeim málum. Fjölskylduhjálp Íslands er að vinna frábært og óeigngjarnt starf við vildum  því vinna með þeim að þessu verkefni en allur ágóði sem safnast rennur óskertur til Fjölskylduhjálpar Íslands.“

Styrkja má þessa áskorun með því að leggja inn á reikning 0528-14-403477 kt. 0207823239

Eða hringja í

GSM:
908-1101 fyrir 1.000kr
908-1103 fyrir 3.000kr
908-1105 fyrir 5.000kr

7. Hvaðan kemur hugmyndin og hafið þið gert þetta áður?

„7×7 var fyrst gert árið 2009 af nokkrum ofurhugum í Bootcamp og hann Ómar sem er með okkur í dag tók þátt í þessu á sínum tíma. Okkur hafði öllum langað að sameina áhugamál okkar og góðgerðamál og þegar við heyrðum af þessari áskorun var heldur betur kominn góður grundvöllur til þess.“

r2

Hún.is óskar róðurmönnunum að sjálfsögðu góðs gengis!

SHARE