Robin Thicke gerir “Óskýru línurnar” ennþá verri.

iHeartRadio Music Festival - Day 1 - Backstage

 

 

Alveg síðan lag Robin Thicke “Blurred Lines” kom út í sumar og varð að sumarsmelli, hefur  verið talað um hversu niðurlægjandi texti lagsins er gagnvart konum. Myndbandið og textinn er hreint og beint niðrandi gagnvart konum. Og þegar maður hélt að þetta gæti ekki orðið verra, þá kemur Robin með yfirlýsingu: Hann samdi textann um konuna sína! Eiginkonu sína Paulu Patton.

"Poiret: King of Fashion" Costume Institute Gala at The Metropolitan Museum of Art  - Departures 21st Annual Soul Train Music Awards - Arrivals

“Ég skrifaði það um konuna mína. Hún er góða stelpan mín. Og ég veit að hún vill það af því að við höfum verið saman í 20 ár.”

Ok Robin ef að þú skrifaðirlagið um konuna þína, af hverju beiðstu þá þangað til núna til að segja frá því? Og þetta stenst ekki þar sem að lagið fjallar um konu sem er með manni sem vill hafa vald yfir henni, en Robin veit að hún er dýr (“animal”) og vill frelsa hana (“liberate her”), af því að hún þarf enga pappíra og þessi maður er ekki maki hennar (“is not her maker”).  Af hverju ætti hann að skrifa slíkan texta um konuna sem að hann hefur verið með í meira en 20 ár, síðan hann var 16 ára. Og hverjar eru þá þessar óskýru línur? Og gleymum ekki að það að Robin segi um 37 ára gamla konu sína að hún sé “góða stelpan” hans er eitt það versta sem hann gæti sagt.

Það væri bara svo miklu einfaldara ef að Robin myndi bara viðurkenna að hann er perri!

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”yyDUC1LUXSU”]

SHARE