Romeo Beckham er ekki hár í loftinu en hann er verðandi kyntákn, á því leikur enginn vafi og er þegar orðinn þekkt fyrirsæta á vegum Burberry, eins og HÚN greindi frá í september. Drengurinn stal senunni frá heimsfrægum foreldrum sínum sl. mánudag þegar Burberry kynnti hátíðarlínuna fyrir jólin í ár í London og sló algerlega í gegn með sjarmerandi framkomu, glettilegu brosinu og yfirvegun sem hæfir fullorðnum stórstjörnum.

Drengurinn á enda ekki langt að sækja glæsileikann, en Romeo er sonur hjónanna Victoriu og David Beckham, sem fylgdu syni sínum á hátiðarviðburð Burberry í ár, en ljósmyndarar fylgdu þeim hvert fótmál.

Hér má sjá hátiðarkvikmynd Burberry: From London With Love þar sem Romeo fer með stærsta hlutverkið:

Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.

SHARE