Sætar kartöflur eru svo svakalega góðar. Hér er ein svakalega góð uppskrift af sætri kartöflu með fyllingu frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

Sæt með fyllingu
sæt kartafla, gert ráð fyrir 1/2 á mann
smjör
pistasíuhnetur, ósaltaðar og ristaðar á pönnu
trönuber
bacon, eldað þar til orðið vel stökkt. Skorið í litla bita
fetaostur, ókryddaður
laukur, steikur á pönnu þar til gullinn
steinselja.

Aðferð

  1. Stingið göt með gaffli víðsvegar um kartöfluna. Látið kartöfluna heila inní 220°c heitan ofn í um 1 – 1 1/2 klukkutíma eða þar til kartaflan er orðin mjúk í gegn.
  2. Skerið kartöfluna í tvennt og látið á disk. Hrærið aðeins uppí henni með smá smjöri og raðið því næst fyllingunni á.
Facebook Comments
SHARE