Salt og blóðþrýstingur

Mörgum hættir til þess að nota of mikið salt. Saltið sem sett er út í matinn þegar hann er eldaður og borðaður er aðeins brotabrot af því salti sem við raunverulega neytum.  Talið er að um 75% af saltinu sem við borðum sé til staðar í matnum þegar við kaupum hann. Því er mikilvægt að kynna sér vel innihaldslýsingu matvæla til að geta forðast það að borða of mikið salt.

Hvers vegna þarf að draga úr saltneyslu?

Of mikið salt getur orsakað of háan blóðþrýsting sem er tiltölulega algengt heilsufarsvandamál.

Of  hár blóðþrýstingur er af mörgum kallaður þögli morðinginn þar sem sjúkdómurinn er oft einkennalaus, en hafir þú of háan blóðþrýsting er talið að líkurnar á því að fá hjartasjúkdóm eða heilablóðfall þrefaldist. Með því að draga úr saltneyslu er hægt að lækka blóðþrýsting og um leið draga úr líkum á hjarta og æðasjúkdómum.

Sjá einnig: Hið himneska Himalayan-salt – Gott að vita!

Hvað er of mikið?

Fullorðnir eiga ekki að borða meira en 6g af salti á dag, sem samsvarar um 1 fullri teskeið. Börn þurfa ennþá minna magn (sjá töflu hér fyrir neðan). Auðveldasta leiðin til að draga úr saltneyslu er að sleppa því að bæta því við matinn þegar hann er eldaður og borðaður.

Skoðaðu innihaldslýsingar og veldu saltlausar eða saltminni vörur

Með því að sleppa viðbættu salti er bara verið að leysa hluta vandans. Ef það á að draga úr saltneyslu svo einhverju muni þarf að gera sér grein fyrir að salt er til staðar í mörgum matvælum og það þarf að forðast þær sem sem innihalda mikið salt. Til allrar lukku eru innihaldslýsingar á matvælum og hægt er að sjá saltmagnið þar.

Þegar verið er að lesa á umbúðir þarf að skoða salt í 100g

  • Hátt er meira en 1.5 g salt í 100g ( eða 0.6g sodium).
  • Lágt er  0.3g salt eða minna í 100g (eða 0.1g sodium)

Ef salt magnið er einhversstaðar þar á milli er talað um meðal magn af salti. Gott er að setja sér þá reglu að neyta bara fæðu sem er með miðlungs eða lítið salt og nota saltríku fæðuna sparlega.

Salt og sodium

Annað nafn fyrir salt er sodium chloride. Stundum stendur sodium í staðinn fyrir salt á umbúðum og þá þarf að umreikna magn sodium yfir í salt.

Það er tiltölulega einföld formúla:  salt = sodium x2.5.

Ef það stendur til dæmis að það sé 0.4g sodium í 100g af einhverri vöru þá er saltmagnið 0.4×2.5 =1g salt.

Börn og  salt

Börn undir 11 ára þurfa minna salt en fullorðnir. Börn undir 1 árs þurfa innan við 1g af salti á dag, þar sem nýrum þeirra ráða ekki við meira magn. Í brjóstamjólk er hæfilegt magn af salti. Það á aldrei að bæta salti út í mat barna og aðgát skal höfð þegar þeim er gefin matur sem ekki er sérstaklega ætlaður börnum þar sem hann getur innihaldið of mikið salt.

Ráðlagður dagskammtur af salti fyrir börn fer eftir aldri:

  • 1 til 3 ára: 2g salt á dag (0.8g sodium)
  • 4 til 6 ára: 3g salt á dag(1.2g sodium)
  • 7 til 10 ára: 5g salt á dag (2g sodium)
  • 11 og eldri: 6g salt á dag (2.4g sodium)

Með því að gæta vel að saltneyslu barnsins þíns eru minni líkur á að það venjist á saltbragðið og eykur þannig líkur á að það forðist saltríka fæðu á fullorðinsárum.

 

Fleiri heilsutengdar greinar eru á doktor.is logo

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE