Saltlakkrís ís

Þessi ís er algjört sælgæti og slær í gegn í öllum veislum. Uppskriftin kemur frá Eldhússystrum.

Saltlakkrís ís

6 stk eggjarauður
½ bolli dökkur púðursykur
1½ tsk lakkrísduft
½ l rjómi
saltlakkríssíróp að vild

Eggjarauður og sykur þeytt vel saman. Lakkrísdufti hrært saman við. Rjómi þeyttur og hrærður saman við eggjablönduna þar til allt er vel blandað saman. Hellið í brauðform eða form að eigin vali og frystið. Gott er að taka ísinn út á 30-40 min fresti og hræra upp í honum ca x 3 sinnum. Þetta er gert til að ísinn verði mjúkur. Þegar hrært er upp í ísnum í síðastaskiptið er helmingurinn af ísnum tekinn uppúr forminu, saltlakkríssírópi dreift ofan á ísinn. Restin af ísnum sett ofan á aftur, einnig er tilvalið að setja svolítið af sírópinu ofan á ísinn líka.

Splæsið endilega í „like“ á Eldhússystur á Facebook

SHARE