Sambandsslit á tímum FACEBOOK: „Hentu fyrrverandi af vinalistanum!”

Viðurkenndu það bara! Þú hentir fyrrverandi ekki út af Facebook því þig langaði að halda í síðasta neistann. Veiku vonina. Þetta sem aldrei verður. Sambandið sem var.

Sambandsslit, hversu óheyrilega sár sem þau eru, eru stundum óhjákvæmileg. Ástarsorgin nístir í kjölfarið, ófá tárin falla ofan í koddann og svo kemur að því. Sem allir óttast. Fyrrverandi hittir nýja. Og það sem meira er; þau virðast hamingjusöm saman.

Hvað áttu að gera? Áttu að hunsa fyrstu ljósmyndina af þeim saman? Óska nýja parinu til hamingju? Setja upp sombrero hatt og smella af selfie meðan þú þykist vera í partýi? Láta sem ekkert sé? Henda manninum út af vinalistanum?

Sjá einnig: „Ég bý við þá staðreynd að hafa misst manninn minn til annarar konu“

Það er erfitt að slíta sambandi í dag. Ekki bara er það sjálft ferlið sem fylgir því að segja orðin, kveðja í síðasta sinn og gráta ofan í koddann … heldur eru það allar minningarnar sem skjóta upp kollinum í fréttaveitunni þegar síst skyldi, sársaukapílan í hjartað þegar í ljós kemur að hann er kominn með aðra og …

… er þá ekki jafnvel bara betra að eyða viðkomandi af vinalistanum, setja á sig varalit og halda áfram einsömul út í bjarta vorið?

Sjá einnig: Hann fann 101 aðferð til að nota brúðarkjól fyrrverandi – Hefndin er sæt

Eins og segir í myndbandinu hér að neðan, … kannski að tveimur árum liðnum. Kannski seinna. Bara ekki núna. Ekki í dag. Það er ekki hægt að rækta vináttu þegar sambandsslit eru nýyfirstaðin. Frekar seinna. Bara ekki núna.

Hentu fyrrverandi frekar út af FACEBOOK en að fara gegnum þetta:

SHARE