Samverudagatal í janúar, já eða nei?

Munið þið eftir því þegar ég sagði ykkur frá samverudagatalinu sem ég bjó til handa krökkunum mínum? Það tók ekki langan tíma fyrir mig til að komast að því að þetta var ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið sem mamma var að færa samverudagatalið frá desember fram í janúar. Það þekkja líka allir að vera hreinlega á hlaupum allan desember, af hverju að bæta við stressið?  Dóttir mín (11 ára) var fyrst ekkert ánægð yfir þessari ákvörðun en ég held að hún hafi á endanum séð ljósið.

Það var alveg áskorun að finna 31 hlut til að gera sem var ekki jólatengt (skreyta piparkökuhús og keyra út jólakort og jólagjafir datt út) en það tókst. Þau höfðu að vísu neitunarvald, t.d. voru þau ekki spennt fyrir rafmagnslausum hálftíma (bara vasaljós, ekkert sjónvarp engir símar) en sumt dýrkuðu þau (t.d. að föndra álfagarða, keypti 2 stór ódýr koníaksglös sem ég gaf þeim ásamt skrautsteinum, sagði þeim svo að finna litlar fígúrur inni hjá sér og út úr því urðu þessir skemmtilegu garðar til).

Þannig, í stuttu máli, ég mæli 100% með samverudagatali. Þetta er vinna, en ég sé ekki eftir einni mínútu sem fór í þetta.

 

SHARE