Sápan sem var ekki sápa

Ég opnaði hurðina og á móti mér tók dauðaþögn. Himnesk, sjaldgæf dauðaþögn.

Þetta var í eitt af þeim fáu skiptum þegar ég og maðurinn vorum eins og skip að mætast að nóttu. Ég kom seint heim úr vinnunni og hann hafði farið í veiðiferð áður en ég kom heim. Við höfðum beðið og samið um pössun fyrir börnin okkar hjá vinum og ættingum í þær 6 klukkustundir sem við vorum ekki heima. Þess vegna kom ég heim eftir tvær seinkanir á flugi og tveggja klukkustunda akstur frá flugvellinum og það var langþráð þögn og tómt hús.

Ég tók mér tíma í að koma töskunum úr bílnum og naut þess að það var enginn heima til þess að vilja eitthvað frá mér (heimta eitthvað). Ég setti töskuna inn í herbergi og fór á klósettið af því ég hafði drukkið svo mikið gos á leiðinni heim.

Þegar ég kom inn á bað tók á móti mér sætur sítrusilmur. Allt baðherbergið angaði eins og það hefði verið skrúbbað í hólf og gólf. Ég leit í kringum mig, hissa á því að eiginmaðurinn hafi fundið upp á því að þrífa áður en ég kæmi heim (Hamingjan veit að ég hata það að koma heima og allt er í drasli) og þá sá ég það.

Ein af morgunverðarskálum barnanna var á hillu með gamalli handsápu í. Ég mundi ekki eftir að hafa keypt sápu með greiplykt af en börnin eiga það til að grafa upp allskonar gamla hluti, sem ég er löngu búin að gleyma og stilla þeim upp fyrir mig.

Þetta leit bara út eins og sápustykki sem hafði mátt muna sinn fífil fegurri. Þurr og skrýtin í laginu, en lyktin af henni var æðisleg.

13133200_1054413741299668_6800207035209022608_n

Ég tók sápuna upp og bar hana að nefi mínu og þefaði af henni. Greiplyktin í bland við þögnina í húsinu var eins og himnaríki fyrir mig.

Það furðulega var að ég mundi bara alls ekki eftir að hafa keypt svona sápu og hvar krakkarnir hefðu eiginlega grafið hana upp. Um kvöldið kom ég nokkrum sinnum aftur til að lykta aftur af þessari suðrænu angan. Milli þess sem ég eldaði kvöldmatinn og þvoði mér í framan. Ég var ekkert að hafa fyrir því að þvo mér um hendurnar á milli því þetta var jú bara sápa.

Morgunin eftir var álögunum aflétt og ég fór af stað að sækja börnin mín og endurheimta glundroðan sem einkenndi líf mitt. Greipanganinn var bara minningin ein. Það leið ekki á löngu áður en dóttir mín fór inn á bað. Hún kom til baka með sápuna við munninn á sér þar sem hún þefaði af áfergju: „Þetta er uppáhaldið mitt. Ég elska lyktina af henni,“ sagði hún.

Ég svaraði: „Ég er sammála. Hvaðan kemur þetta?“

„Bróðir minn fann þetta á karlaklósettinu þegar hann var í Tae Kwon Do og kom með þetta heim,“ svaraði hún glaðlega.

Þá kom þetta allt í einu. Þetta var ekki einhver fínerís sápa sem ég hafði verið með í höndunum síðustu 12 klukkustundirnar. Þetta var klósettsteinn.

Já það er rétt! Þetta var KLÓSETTSTEINN!!! Klósettsteinn úr líkamsræktarstöðinni sem ég fer með 5 ára gamlan son minn í Tae Kwon Do þrisvar í viku. Klósettsteinn sem 1000 litlir ókunnugir drengir hafa áreiðanlega pissað á. Og ég hafði haldið á honum við munninn á mér.

Þegar mér varð þetta ljóst gólaði ég og hrifsaði „sápuna“ úr höndunum á henni og fleygði henni í ruslið.

„NEEEEEIIIII!!!,“ grét hún og augun fylltust af tárum. „Þetta er UPPÁHALDIÐ mitt!!!!“

„ÞVOÐU ÞÉR UM HENDURNAR OG UM ANDLITIÐ OG GUÐ MINN GÓÐUR ÞVOÐU ALLT!!!!!!“ gargaði ég á hana til baka.

Og allt varð svart.

Þegar ég jafnaði mig áttaði ég mig á því að ég hafði tvo valkosti. Þegar ég fór yfir allar minningarnar og alla hlutina sem ég hafði snert (borðað), í bland við allt sem krakkarnir höfðu snert, þá var ekki margt sem ég gat gert. Tae Kwon Do æfingin var á miðvikudag og það var komin laugardagur!!!! Þessi HLUTUR hafði komist í snertingu við nánast allt á heimilinu, á þessum tímapunkti.

Valmöguleikar mínir voru því 1. Að brenna húsið til grunna eða 2. Láta eins og þetta hafi aldrei gerst og drekka eina vínflösku (eða tvær). Ég leyfi ykkur að giska á hvorn valmöguleikann ég valdi.

 

Þessi frásögn er frá Biscuits and Crazy og þýdd af Hún.is

 

 

SHARE