Sara Heimisdóttir hefur náð langt í vaxtarrækt í Bandaríkjunum.

Sara Heimisdóttir er 23 ára íslensk stúlka sem býr þessa dagana í Orlando, Florida. Sara stundar nám í sálfræði og næringarfræði en vinnur einnig sem Fitness fyrirsæta. Sara flutti til Bandaríkjanna fyrir tæpum þremur árum.  Sara fékk brennandi áhuga á Fitness eftir að hún byrjaði að lyfta fyrir rúmu ári síðan og eftir sína fyrstu keppni var ekki aftur snúið, síðan þá hefur hún keppt í nokkrum stórum keppnum og gengið vel. 

Hvenær byrjaðir þú á fullu í ræktinni og hvenær tókstu þá ákvörðun um að keppa í fitness? og annað, ertu að keppa í módel fitness eða fitness? Byrjaði aðeins að lyfta í Svíþjóð þegar ég bjó þar í hálft ár áður en ég flutti til Florida en hef verið að lyfta af alvöru í rúmt ár. Ákvað að byrja keppa þegar ég flutti til Florida þar sem mig hafði alltaf langað til að prófa að keppa og eftir fyrstu keppnina varð ég alveg “in love” af þessu sporti og er ég að keppa í Figure sem er kallað Fitness á Íslandi.

Hvenær var þitt fyrsta mót og hvernig gekk? Fyrsta keppni var fyrir rúmu ári síðan og lenti ég í 2 sæti. Í minni annari keppni varð ég í 1 sæti, þeirri þriðju 1 sæti, fjórðu í 2 sæti og svo núna á Arnold Classic í 3 sæti.

Hvernig byrjar maður að undirbúa sig undir keppni? Þetta fer alveg eftir forminu sem maður er í en þegar ég var að byrja þá byrjaði ég að undirbúa mig 16 vikum fyrir mót en núna í dag þar sem ég er í góðu formi þá tek ég rúmar 8 vikur eða minna í undirbúning fyrir mót.

Er það ekki mikill agi og vinna að halda sér í svona góðu formi allt árið? Jú það getur verið það en þetta er minn lífstíll í dag og þar af leiðandi er þetta bara hluti af daglegu lífi mínu.

Ertu sælkeri? Já! Algjör sælkeri, elska eftirrétti, nammi og svoleiðis

Er ekki erfitt að halda matarræðinu í lagi þegar þú býrð í Bandaríkjunum þar sem endalaust er til af skyndibitastöðum og gómsætum eftirréttum?  Jú, það getur verið erfitt en þar sem ég er ekkert fyrir skyndibitamat eins og McDonalds og svoleiðis staði þá hef ég ekkert farið á þá en aftur á móti eru allskonar staðir sem bjóða uppá hollan og  góðan mat og fer ég frekar á þá ef ég fer út að borða.

Tekur þetta á andlega? Já það getur gert það en þetta byggist allt á að vera með jákvætt hugarfar og vera fókuseraður á markmiðin sín.

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Vakna snemma og fer í morgunbrennslu, borða svo morgunmat og fer í skólann, fer síðan á æfingu milli tíma og aftur í skólann, svo heim til að taka brennslu og læra, síðan elda og undirbúa mat fyrir næsta dag svo sofa. Síðan eru æfingar mismunandi eftir dögum og maður reynir að nýta helgar í að slaka aðeins á.

Hvernig er týpískur matseðill yfir daginn hjá þér? Er að borða 7 máltíðir á dag á 2 tíma fresti er þá að borða: kjöt, fisk, kjúkling, protein, hrísgrjón, grits og grænmeti. Síðan er það samsetningin og skammtastærðir á matnum sem skiptir öllu máli.

Hvað myndir þú ráðleggja stelpum sem vilja ná langt í fitness og langar að byrja að feta sín fyrstu fótspor? Mæli með því að finna sér góðan einkaþjálfara sem stýrir æfingum og matarræði, hafa hófleg markmið, jákvæðni og skýra hugsun hvert þú ætlar að stefna.

Stefnir þú á fleiri keppnir? Já ég er að fara keppa eftir 5 vikur í Georgia svo á móti í Chicago í júlí sem þjálfarinn minn heldur svo annað í Tampa í byrjun ágúst sem hann heldur líka, síðan á North Americans í Pennsylvania í lok ágúst. Það eru svona einu keppnirnar sem ég hef ákveðið í bili.

Heldur þú að þú munir flytja aftur heim einhvern daginn? Nei efa það, allavega klárlega ekki á næstunni. Elska að búa hérna og ætla mér svo í Masters nám eftir B.S svo mun ég vinna hér eftir það.

Nú ert þú í sálfræðinámi er það ekki? er ekki erfitt að vera bæði í ströngu og erfiðu námi og keppa á sama tíma? Jú er í fullu sálfræðinámi með keppnisundirbúningi og getur það verið erfitt stundum en þetta er allt spurning um skipulag og aga.

Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn á svindldegi? En drykkur? Bacon borgari eða pepperoni pizza og ostakaka á Cheesecake Factory svo cherry coke og iced caramel latte.

Hver eru helstu áhugamál þín? Það er svo margt sem kemur til greina en fyrst og fremst að æfa, keppa og ferðalög.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here