Segir kynhneigð fólks ekki skipta máli

Söngkonan Demi Lovato er óhrædd við að vera hún sjálf og í viðtali í People Magazine á dögunum ræddi hún opinskátt um kynhneigð sína, sem henni finnst óþarfi að skilgreina. Hún hefur áður gefið í skyn að hún væri tvíkynhneigð en var enn opinskárri í viðtalinu. „Mér finnst kynhneigð bara eitthvað sem er óþarfi að skilgreina. Þetta snýst einfaldlega um að ná sérstökum tengslum við aðra manneskju og það skiptir ekki máli af hvaða kyni hún er.

Aðspurð um afstöðu sína til samfélags hinsegin fólks og baráttu þess fyrir réttindum sínum, sagðist Lovato vera mjög ástríðufull baráttukona, enda væri um mikilvæga baráttu að ræða. „Að vera öðruvísi í Texas, eða einhver staðar í Suðurríkjunum, getur verið mjög erfitt. Fólk getur orðið fyrir miklum fordómum. Ég er hins vegar alin upp við að það sé ekkert að því að vera trans eða laðast að fólki af sama kyni. Fólk í kringum mig segir einfaldlega: „Takk fyrir að vera þú sjálf.“ Mitt svar við því er: Það er bara eitthvað sem allir eiga að gera.“

 

Greinin birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE