Christina Grimmie (22) var skotin til bana á föstudaginn. Hún var þekkt fyrir að taka þátt í The Voice og hafði getið sér gott orð síðan þá.

Það vita það kannski ekki allir en Christina og Selena Gomez voru vinkonur til margra ára og fjölskyldur þeirra voru vinafólk.

 

Sjá einnig: Celine Dion brotnar niður á sviði

Kvöldið eftir að Christina lést kom Selena fram á tónleikum á Miami, Florida og reyndist það henni mjög erfitt oft á tíðum að syngja. Hún tileinkaði vinkonu sinni lag og talaði fallega um hana.

Stjúpfaðir Selena hefur safnað peningum fyrir aðstandendur Christina og hefur safnað meira en 100 þúsund dollurum.

 

SHARE