Selena Gomez í rúmlega 60 daga innlögn

Selena Gomez skráði sig inn í meðferð á Austurströndinni í byrjun september til að reyna að koma andlegri heilsu sinni í lag. Selena aflýsti restinni af tónleikaferð sinni í lok ágúst og sagði aðdáendum sínum að hún væri að taka sér frí til að einbeita sér að sjálfri sér og heilsu sinni. Hún er með Rauða úlfa og hefur verið að berjast við þann sjúkdóm í nokkurn tíma.

 

Sjá einnig: Selena Gomez aflýsir tónleikaferð sinni

Stofnunin sem hún lagðist inn á er bara fyrir konur og er afskekktum stað og mun hún dvelja þar í rúmlega 60 daga.

 

Ólíkt mörgum stjörnum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala þá er Selena ekki á spítala sem er bara ætlaður fræga fólkinu. Heimildarmaður RadarOnline segir að hún sé ekki í meðferð vegna fíkniefnavanda heldur sé hún að leita sér aðstoðar vegna Rauðra úlfa og þunglyndis.

 

 

SHARE