Síðasta konan sem fæddist á 19. öldinni fagnar afmæli sínu

Þetta er síðasta manneskjan sem fædd er á 19. öldinni. Emma Morano kemur frá Vercelli á Ítalíu og er hvorki meira né minna en 117 ára gömul.

Emma fæddist 29. nóvember árið 1899. Bretland var enn í stríði við Boers í Suður Afríku. 15 ár voru í fyrri heimsstyrjöldina og hún var 28 ára þegar sjónvarpið var fundið upp.

Sjá einnig: 87 ára gömul og algjör uppreisnarseggur

Hún er skráð í heimsmet Guiness fyrir að vera eina eftirlifandi manneskjan frá 19. öldinni, en hvað er hennar leyndarmál fyrir langlífinu?  Hún segir ástæðuna vera að hún borði tvö egg á dag og hefur gert það frá því hún 20 ára gömul og því gert það í 97 ár. Hún nýtur þess einnig að borða smákökur, en segir þó að hún geri ekki mikið af því, þar sem hún er tannlaus.

Sjá einnig: 103 ára gömul ofurkona

woman-born-1899-celebrate-117th-birthday-emma-morano-1

woman-born-1899-celebrate-117th-birthday-emma-morano-3

woman-born-1899-celebrate-117th-birthday-emma-morano-4

woman-born-1899-celebrate-117th-birthday-emma-morano-6

woman-born-1899-celebrate-117th-birthday-emma-morano-8

Heimildir: Bored Panda

SHARE