SKATE GUITAR: Rafmagnsgítar úr gömlum hjólabrettum

Hjólabrettagítar er jafnvel ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar hönnun ber á góma. En þeir eru til og það rafmagnaðir í þokkabót.

Hönnun er svo vítt hugtak að varla nær að fanga þann fjölbreytileika sem heimurinn felur í sér. Sérhannaðir í Argentínu, handgerðir af kostgæfni og ótrúlega glæstir ásýndar; þeir nefnast SKATE GUITARS og bera nafn með rentu.

10348615_535548666590227_2504216097079033466_n

Ezequiel Galasso og Ginafranco de Gennaro, fagmaður í hjólabrettaíþróttinni og tónlistarmaður eru hugarsmiðir hönnunar og framleiðslu hljóðfærana en þeir félagar taka við gatslitnum hjólabrettum sem eru búin að gefa upp öndina, vinna þau og slípa til á verkstæði sínu og útkoman er mögnuð ásýndar.

skateguitars05

Eins og sjá má á myndum og myndbandinu hér að neðan, eru hjólabrettin sem orðin er of gömul og úr sér gengin fyrir hjólabrettafólk söguð niður, slípuð til og endurmótuð til að úr megi gera gítar sem er ekki bara fyllilega nothæfur, heldur þykir eftirsótt hljóðfæri víða um heim og það jafnt fyrir frumlega hönnun og mögnuð hljóðgæði.

 

recycled-skateboard-guitars-2

Það var Reuters sem ekki allt fyrir löngu tók á umfjöllun um Skate Guitar og eftirspurnin rauk upp úr öllu veldi; í dag er svo komið að þeir Ezequiel og Ginaframco hafa vart undan að framleiða og sinna pöntunum, en áður höfðu þeir sett í loftið kynnngarsíðu á Facebook þar sem þeir taka við pöntunum og veita allar upplýsingar sem væntanlegir kaupendur kunna að hafa.

 

SHARE