Smá bling handa dótturinni

Já, ég veit, þessir jóladiskar hrópa ekki beint „bling bling“ og hvað þá skipulag en bíddu bara, þeir eiga eftir að verða ótrúlega flottir og jú, þeir eiga eftir að hjálpa til við að skipuleggja. Hvernig? Lestu bara áfram.

Ég byrjaði á því að sprayja plattana bronslitaða og svo sprayjaði ég þá með þessu ótrúlega skemmtilega spray-i sem brotnar þannig að fyrri liturinn kemur í gegn. Ég átti líka þessa silfurlituðu “steina” sem skiptu um lit og urðu bronslitaðir svo að allt myndi tóna saman. Svo þegar allt var orðið þurrt þá fór ég yfir allt með lakki.

Ég klippti steinana til og límdi þá á jaðarinn á plattanum með dásamlegu heitu límbyssunni minni. Svo límdi ég hitaplatta í miðjuna á öðrum plattanum og málaði með krítarmálingu miðjuna á hinum plattanum. Svo hengdi ég snaga aftan á plattana. Sem sagt, frá jólaplatta til korktöflu og krítartöflu.

 

SHARE