Snickersbitar

Þessir æðislegu Snickersbitar koma frá Eldhússystrum. Þeir verða sko klárlega gerðir á mínu heimili fyrir páskana.

Snickersbitar

350 gr hnetusmjör
1 dl sykur
2 dl síróp
1 líter morgunkorn (kornflex eða rice krispies)
1 dl kókos
300 gr súkkulaði

Setjið bökunarpappír í form ca. 20×30 cm.

Setjið hnetusmjör, síróp og sykur saman í pott. Látið suðuna næstum koma upp á vægum hita. Hrærið í pottinum a fog til.

Myljið morgunkornið aðeins. Takið pottinn af hitanum og hrærið morgunkornið út í hnetusmjörsblönduna ásamt kókosnum.

Setjið í formið. Bræðið súkkulaðið og dreifið yfir kökuna. Látið kólna alveg áður en kakan er skorin í bita.

Endilega smellið á like á Facebook síðu systrana

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE