Sörur fyrir hina uppteknu húsmóður – GulurRauðurGrænn&Salt

Berglind Guðmundsdóttir stofnaði uppskriftasíðuna GulurRauðurGrænn&salt í september 2012 og síðan hefur heldur betur slegið í gegn.

Nú hefur Berglind fengið í lið með sér gestapennann Láru Betty Harðardóttur og hún kom með þessa stórsniðugu uppskrift af Sörum fyrir uppteknar konur.

 

Sara Bernhardt í ofnskúffu

Hráefni

Möndlubotn
400 g möndlur
400 g sykur
4 tsk lyftiduft
6 eggjahvítur

Súkkulaðikrem
250 g smjör
200 g flórsykur
6 eggjarauður
4 tsk kakó
2 tsk vanillusykur/dropar

Súkkulaðiglassúr
200 g suðusúkkulaði
2 msk smjör

Möndlubotn

 1. Malið möndlurnar (ég kaupi möndlur með hýði og mala þær svo bara í blandaranum). Blandið svo lyftidufti saman við möndlurnar.
 2. Stífþeytið eggjahvítur og blandið sykrinum við í smáum skömmtum.
 3. Þekjið ofnskúffu (ca. 30x40cm) með bökunarpappír og dreifið deginu jafn í ofnskúffuna.
 4. Bakið í miðjum ofni á 175°C í 20 mínútur
 5. Kælið botninn vel, ca ½ til 1 klst ætti að duga.

Byrjun-des-2013-015-1024x768

 

Súkkulaðikrem

 1. Þeytið smjör og flórsykur saman. Þeytið svo eggjarauður saman við þar til verður úr mjúkt smjörkrem. Þeytið að lokum samanvið kakó og vanillusykur/dropa.
 2. Smyrjið svo kreminu jafn yfir botnin.
 3. Athugið að mikilvægt er að botnin sé allveg orðinn kaldur þegar súkkulaðikreminu er dreift yfir.
 4. Svo skal kæla aftur vel. Annað hvort í frysti, ísskáp, eða bara á köldum stað í húsinu. Ca 1 klst er líklega nóg

Screen Shot 2013-12-19 at 1.59.39 PM

 Súkkulaðiglassúr

 1. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman. Dreifið blöndunni svo yfir kalda kökuna í þunnu lagi.
 2. Svo skal kæla í síðasta sinn.
 3. Að lokum er dýrðin svo skorin í hæfilega stóra bita eftir smekk.
  Geymist vel í frysti.

Screen Shot 2013-12-19 at 2.04.37 PM

Skerið svo í bita og setjið í box.

Byrjun-des-2013-019-1024x768

Screen Shot 2013-12-19 at 2.07.35 PM

SHARE