Þessi óendanlega girnilega ídýfa er frá einni af okkar uppáhaldsmatarsíðum Gulur, Rauður, Grænn og Salt

dýfa

Rjómaostur, spínat, grillaður mozzarella og beikonkurl…ummm

 

Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli
8-10 beikonsneiðar, stökkeldaðar og saxaðar smátt
1 pk (200g) Philadelphia rjómaostur, við stofuhita
1 dós sýrður rjómi
25 g rifinn parmesanostur
2 msk majones
1 msk Worcestershire sósa
60 g lífrænt spínat, t.d. frá Hollt og Gott
200 g rifinn mozzarellaostur
salt og pipar
2 msk fersk steinselja, söxuð

  1. Blandið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, parmesan, majonesi og worcestershire sósu.
  2. Bætið beikoni (geymið smá til að strá yfir í lokin), spínati, 150 g af mozzarellaosti og smakkið til með salti og pipar.
  3. Setjið ídýfuna í olíusmurt ofnfast mót og stráið afganginum af ostinum yfir.
  4. Setjið ídýfuna inn í 200°c heitan ofn í um 20-25 mínútur þar til osturinn er orðinn gylltur og farinn að búbbla.
  5. Takið úr ofninum og stráið beikonkurli og steinselju yfir og berið fram með t.d. baquettte eða nachos.
SHARE