Stærsta „gínuáskorun“ til þessa!

Nýjasta áskorunin sem tröllríður öllu þessa dagana er svokölluð „gínuáskorun“ eða Mannequin Challenge. Áskorunin snýst um það að allir viðstaddir eru grafkyrrir í ákveðinni stellingu og svo er tekið myndband eins og fólkið sé gínur í búð.

Sönghópurinn vinsæli Pentatonix tók þetta á tónleikum hjá sér og tóku 8000 gestir tónleikanna þátt.

Endilega sendið okkur ykkar „gínuáskorun“ á snappið hun_snappar

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE