Steiktar quesadillas með kjúklingi – Uppskrift

Já elska mexíkanskan mat og hér er ein einföld og flott frá Ljúfmeti.com

Um daginn prófaði ég að hálfpartinn djúpsteikja quesadillas og útkoman varð brjálæðislega góð. Aðeins óhollara en hefðbundin quesadilla, en svo gott að okkur hefði ekki getað verið meira sama. Einfalt, fjótlegt og svo ólýsanlega gott. Það er hægt að leika sér með fyllinguna eftir því hvað er til í ísskápnum og það er um að gera að nota afgang af kjúklingi sé hann til staðar.

quesadilla8

Steiktar quesadillas með kjúklingi

  • 3 kjúklingabringur, skornar í bita
  • 3 msk fajita krydd
  • 1/2 dl vatn
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn í fína strimla
  • 3 msk maisbaunir
  • 8 tortillur (minni gerðin)
  • rjómaostur
  • rifinn cheddarostur

Meðlæti: sýrður rjómi, guacamole, salsasósa, salat, tómatar, gúrka, avokadó, nachos… gefið hugmyndafluginu lausan tauminn!

Kjúklingabringur eru skornar í fremur smáa bita og steiktir á pönnu þar til þeir eru næstum eldaðir í gegn. Þá eru þeir kryddaðir með fajita kryddi, 1/2 dl af vatni hellt yfir og látið sjóða þar til vatnið er gufað upp. Bætið rauðlauk og maísbaunum á pönnuna og steikið áfram þar til laukurinn er mjúkur.

Smyrjið tortillakökurnar með rjómaosti, setjið um 3-4 msk af kjúklingablöndunni á annan helminginn og stráið cheddarosti yfir. Brjótið hinn helminginn yfir þannig að myndist hálfmáni. Þrýstið brúnunum saman. Hitið 2,5 dl af bragðlausri olíu á pönnu. Setjið tortillakökurnar varlega í olíuna og steikið á hvorri hlið þar til fallega gylltar.

Berið fram með sýrðum rjóma, guacamole, salsa, salati, tómötum, avokadó eða hverju því sem hugurinn girnist. Ég mæli þó með að enda á að mylja svart Doritos yfir.

quesadilla1

quesadilla2

quesadilla3

quesadilla4

quesadilla6

SHARE