Sterk & klístruð chilli kjúklingalæri á grillið

Þessi æðislegt uppskrift er fengin af Eldhúsperlum og slær alltaf í gegn. Hana má nota á hvaða hluta kjúklingsins sem er – læri, legg, bringur eða einfaldlega kjúklinginn í heilu lagi.

Sjá einnig: Ítalskt kjúklingapasta með tómötum, basiliku & mozzarella

min_img_7172

Sterk & klístruð chilli kjúklingalæri

Sterk og klístruð chilli kjúklingalæri á grillið (fyrir fjóra)

  • 800 gr úrbeinuð kjúklingalæri
  • 2 vænar msk chillimauk úr krukku t.d. sambal oelek
  • 2 msk hunang
  • 2 msk sojasósa

Aðferð: Blandið saman chilli, hunangi og sojasósu. Veltið kjúklingalærunum vel upp úr blöndunni og látið marinerast í smá stund. Gott er að láta kjúllann liggja í leginum í ísskáp yfir nótt eða a.m.k 1 klst. En það þarf ekki. Grillið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Ef þið viljið extra klístraðan og sterkan kjúkling mæli ég með að búa til tvöfalda uppskrift af kryddleginum og pensla á nokkrum sinnum á kjúllann á meðan hann grillast.

Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.

SHARE