Stjörnuspá fyrir febrúar – Vatnsberinn

Seint en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.

 

Vatnsberinn

 

Þó fólk sé ekki sammála þínum hugmyndum og þínum lífstíl, skaltu samt mæta þeim með umburðarlyndi. Þá líður fólki vel í kringum þig. Stundum virðist þú draga að þér neikvæðar tilfinningar annarra. Passaðu þig á því að verða ekki tilfinningaleg ruslatunna annarra.
 
 

Í þessum mánuði ertu mjög skapandi og hefur mikinn kraft í að skipuleggja þig. Nú er tíminn til að byrja á þessum verkefnum sem þú hefur verið að hugsa um svo lengi. Þú munt ekki lenda á mörgum hindrunum. Þú ert með gott innsæi í fjárfestingum.
 
 

Nú er að hefjast nýtt tímabil með miklu tilfinningalegu jafnvægi. Tæmdu hugann og byrjaðu hvern dag á rólegum nótum. Ekki halda að þú sért ósigrandi og hugsaðu um líkama þinn. Þú gætir fundið leiðir til að lifa heilbrigðara lífi.
 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE