Stóð á höndum gengin 35 vikur með tvíbura

Meðganga leggst misvel á konur en fæstar konur ættu þó að miða sig við hina 27 ára gömlu Juliu sem gekk á höndum þegar hún var komin 35 vikur með tvíburana sína.

Julia Sharpe er frá Ohio í Bandaríkjunum og keppir í fimleikum með karlaliði en hún hefur æft síðan hún var tveggja ára.

Nýbakaða móðirin greindi frá því í viðtali við The Cut að hún hafi reynt að æfa eins mikið og hún gat á meðgöngunni því hún vissi að hún vildi komast aftur af stað eins og fljótt og hún gat eftir að hún myndi eiga. Julia segir að hún hafi geta gert nánast allt fram að 10. viku og á 35. viku stundaði hún jóga og gekk um á höndum. Á 37. viku neyddist hún til að hvíla sig þar sem hún var kominn með háan blóðþrýsting.

8 vikum eftir að hún átti börnin, sem voru tekin með keisaraskurði, hóf hún að æfa aftur en viðurkenndi að líkamsmeðvitund hennar hafði breyst sem henni þótti erfitt.

Sjá einnig: Situr fyrir í undirfötum mánuði eftir barnsburð

Sjá einnig: Fimleikar fyrir lengra komna – Myndband

22-julia-sharpe-gymnast.w529.h352

Sjá einnig: Tvíburar sem eiga sitthvorn pabbann

 

SHARE