Súkkulaðikaka með vanillujógúrt

SHARE

Þessi súkkulaðidásemd er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

Súkkulaðikaka með vanillujógúrt
100 g smjör, við stofuhita
1 1/4 bolli sykur
2 egg
1 3/4 bolli hveiti
2/3 bolli kakó
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
3/4 tsk salt
1 dós (170g) vanillujógúrt
1/3 bolli vatn
1 tsk vanilludropar

Súkkulaðikrem
1 1/2 bolli flórsykur
2/3 bolli kakó
3-4 msk vatn
1 tsk vanilludropar

Aðferð

  1. Blandið saman í skál hveiti, kakói, lyftidufti, matarsóda og salti. Takið til hliðar.
  2. Í aðra skál hrærið saman jógúrt, vatni og vanilludropum. Geymið.
  3. Þeytið vel saman smjör og sykur þar til blandan er orðið létt og ljós. Bætið eggjum út í, einu í einu.
  4. Hrærið helminginn af hveitiblöndunni út í smjör og eggjablönduna og því næst jógúrtblöndunni. Bætið að lokum afganginum af hveitiblöndunni saman við. Hrærið þar til þetta hefur rétt svo blandast saman.
  5. Hellið deiginu í form með smjörpappír og bakið í 175°c heitum ofni í 1 klukkustund. Leyfið að kólna örlítið.
  6. Til að gera súkkulaðikremið hrærið öllum hráefnunum saman og hellið yfir kökuna.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE