Súkkulaði- marengstoppar með lakkrískurli

Þessi dýrð er frá Freistingum Thelmu. 

Innihald
3 stk eggjahvítur
170 g sykur
2 msk flórsykur
½ tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
100 g súkkulaði bráðið
150 g lakkrískurl

Aðferð

Hrærið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan verður hvít og stíf. Bætið flórsykrinum og lyftiduftinu saman við ásamt vanilludropunum og hrærið vel. Blandið lakkrískurlinu saman við og hrærið með sleif og setjið til hliðar. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg. Hrærið ekki súkkulaðinu saman við marengsinn heldur slettið helmingnum af því yfir marengsinn og setjið rúmlega 1 matskeið af marengs í hverja köku og setjið á bökunarplötu með smjörpappír. Þegar þið hafið sett helminginn af marengsinum á bökunarplötuna setjið þá restina af súkkulaðinu ofan á marengsinn og klárið að setja á bökunarplötuna. Bakið við 150°c  í rúmlega 40 mínútur eða þar til marengstopparnir eru orðnir þurrir viðkomu. Látið toppana standa aðeins þegar þið takið þá út úr ofninum áður en þið takið þá af plötunni.

Freistingar Thelmu á Facebook

 

SHARE