Sunnudags beikon kjúlli Röggu

Þessi uppskrift kemur úr litlu matreiðslubókinni Rögguréttir og er birt með leyfi höfundar.

Uppskrift:

1-1.5 kg kjúklingabringur
Aromat
Pipar
5 dl rjómi
250 gr beikonostur
1 stk piparostur
1 lítil dós kotasæla
1 púrrulaukur>
1 bakki sveppir
1 bréf beikon.

Aðferð:

Kjúklingur kryddaður með Aromat kryddi og pipar, steiktur og settur svo í eldfast mót. Púrrulaukur og sveppir skornir niður og dreift yfir kjúklinginn.

Ostarnir bræddir í rjómanum við vægan hita, rjómablöndunni svo helt yfir og loks smátt skornu beikoninu dreift yfir allt.

Hitað í ofni við 180 gr í 40 mín.

 

Þessi réttur er sjúklega góður og klárlega eitthvað sem þeir sem elska kjúkling fíla.

SHARE