Svakalegt jólaboð Kardashian fjölskyldunnar

Kris Jenner (61) kann að halda veislur. Það fer ekkert á milli mála. Hún hélt veislu fyrir fjölskylduna sína á Aðfangadagskvöld þar sem þær Khloe, Kourtney og Kim Kardashian mættu, sem og systur þeirra Kylie og Kendall Jenner.

Fjölskylduvinurinn John Legend  mætti líka og tók meira að segja lagið.

Kim var í gullkjól, með gullhring sem er hannaður af Alexander Wang. Khloe var glæsileg líka, söng í karaoke og tók myndir af sér og Kourtney. Scott Disick kom líka í teitið.

Myndirnar hér fyrir neðan eru af Snapchat. Smellið á fyrstu myndina til að fletta myndaalbúminu!

 

SHARE