Í tilefni þess að Svali & Svavar byrjuðu með morgunþátt sinn á K100,5 fyrir 2 árum síðan ætlar útvarpsstöðin að halda heljarinnar Páskagleði á Spot annað kvöld, miðvikudaginn 16.apríl.

Hlustendur K100,5 eiga möguleika á að næla sér í miða sem gildir í fría drykki milli kl.23.00-00.30 svo það er um að gera að hlusta og fylgjast með FB síðu þeirra.

Það verður öllu tjaldað til og verður allt flæðandi í Captain Morgan kokteilum og Somersby Blackberry og auðvitað frítt inn. 

Svavar segist hafa tekið saman öll sín uppáhalds lög og að „Bonsí sín“ eins og hann kallar hana eða Beyoncé Knowles fái að njóta sín. Svali er ekkert mikið fyrir að leyfa honum að spila hana oft í þætti þeirra annars. Þekktari plötusnúðar eins og Kiddi Bigfoot sem er með BigMix föstudags- og laugardagskvöld á K100 og DJ Atli, Siggi Gunn ásamt Svala sjálfum sjá svo einnig um stemmninguna. K-klassíkin fær líka að njóta sín en alla daga milli kl.10-11.40 eru þessi gömlu góðu í boði á stöðinni. Það verður því glatt á hjalla og eitthvað í boði fyrir alla.

Hér er eitt af uppáhalds lögum Svavars og viðburðurinn er hér á Facebook.

 

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE