Svefnleysi

Heilsa.is sérhæfir sig í að bjóða vörur sem stuðla að heilsu og velllíðan en eru líka með heimasíðu sem er með allskonar heilsutengdum greinum.

Hægt er að flokka svefnleysi í tvo mismunandi þætti. Annars vegar er um að ræða það ástand að fólk sé sífellt að vakna upp eftir að það hefur sofnað og eigi erfitt með að sofna aftur. Hins vegar er það ástand að fólk eigi erfitt með að sofna á kvöldin. Svefnleysi getur verið tímabundið, komið fyrir endrum og eins eða verið viðvarandi vandamál.4

Ástæður svefnleysis geta verið ýmsar. Ein ástæða gæti t.d. verið sú að viðkomandi hafi fengið of mikið af koffíni yfir daginn og skal þá hafa í huga að áhrifa koffíns getur gætt í allt að 20 tíma.4 Annað sem erfiðara er að hafa stjórn á eru sálfræðilegir þættir. Ýmsir þættir geta valdið streitu, s.s. áhyggjur af vinnu, fjölskyldu eða fjármálum. Vitaskuld geta verið margar aðrar ástæður fyrir svefnleysi, t.d. nýtt umhverfi, sársauki eða jafnvel áhyggjur af svefnleysinu sjálfu. Hér á eftir fara nokkur ráð sem fólk getur prófað en hafa skal í huga að þessi ráð koma ekki í staðinn fyrir ráðleggingar lækna.

Bæta líferni og matarvenjur:

  • Sleppa því að fá sér mat og drykk sem geta haft áhrif á svefn. T.d. sykur, kaffi, kakó, kók og te auk áfengis.3
  • Læra að slappa af, stunda t.d. yoga og hugleiðslu !
  • Hreyfa sig nóg. Líkamlega áreynsla svo sem stífur göngutúr eða röskur sundsprettur eykur líkamlega þreytu jafnframt því að slá á streitu og andlega spennu.3

Bætiefni og jurtir sem geta bætt ástandið:

  • Avena sativa (grænir hafrar) eru ótrúlega áhrifarík jurt gegn svefnleysi og taugaspennu.4
  • Montmorency Cherry eða Kirsuber eru full af náttúrulegu Melatóníni sem hjálpar okkur að slaka betur á og svefninn verðu værari.
  • Garðabrúða hefur róandi og slakandi verkun, gott fyrir þá sem eiga erfitt með að slappa af.2
  • Humall er er einstaklega virk jurt gegn svefntruflunum og svefnleysi. Einnig er humall sérstaklega ráðlagður konum sem eiga erfitt með svefn um og yfir breytingaraldurinn.1
  • Hjartafró (melissa) er bragðgóð jurt (dauft sítrónubragð) sem hefur milt róandi áhrif og er mjög vinsæll kvölddrykkur í þeim löndum sem jurtin á rætur að rekja.

Heimildir:

  1. Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir. Íslenskar lækningajurtir.Örn og Örlygur, 1992
  2. Kolbrún Björnsdóttir. Handbók um lækningajurtir og gagnsemi þeirra. Morgunbl.
  3. Murray, M. og Pizzorno, Joseph. The Encyclopedia of Natural Medicine. Prima Publishing 1998.
  4. http://www.vitaminworld.com/

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

Heilsa á Facebook

SHARE