Svona átt þú að geta hætt sykuráti á 5 dögum

Þú  hefur sennilega heyrt þetta allstaðar núna, þessi langi listi með ástæðum þess að hætta að borða sykur.

Þær ástæður sem eru mest sannfærandi eru þessar:

Sykur orsakar vítahring, stöðug hungurtilfinning, þreyta og skapsveiflur. Sykur eykur blóðsykurinn sem verður til þess að við erum full af orku og svífum á bleiku skýi. En það er enginn næring í sykri. Blóðsykurinn hrapar snögglega og skilur okkur eftir þreytt, svöng og skapvond. Sem orsakar það að við teygjum okkur í meiri sætindi.

Sykur orsakar fitu söfnun í líkamanum. Hann kallar á líkamann að fara að framleiða meira insúlín sem segir fitu frumunum að safna meiri fitu. Ugh! Ekki gott.

Sykur eykur á bólgur. Þetta skapar verki og er undanfari hjartasjúkdóma, sykursýki og krabbameins.

Góðu fréttirnar eru þær að það tekur ekki nema fimm daga að draga úr sykurþörf líkamans, með því að taka allan sykur úr mataræðinu. Þá þarftu að hætta að borða fyrirfram unnin mat, sælgæti, kökur og drykki sem eru sykraðir, líka þessa sem eru kallaðir “diet” eða “light”. Passaðu þig samt á því að borða ekki of mikið af ávöxtum á meðan á þessu stendur, miðaðu við einn skammt á dag.

Slæmu fréttirnar eru þær að þessa fimm daga sem þú ert að hætta á sykri geta verið afar erfiðir. Það er til matur sem getur hjálpað þér og komið líkamanum á rétt ról og þessir fimm dagar fljúga hjá án þess að þú takir eftir því.

Hérna eru nokkur góð ráð um það hvað skal borða þegar sykur er tekinn út úr mataræðinu.

1. Prótein, fita og trefjar.

Ástæðan fyrir þessu þrennu er einfaldlega sú að þú verður saddur/södd af því að borða þetta og í lengri tíma. Passaðu upp á að hver máltíð innihaldi eitthvað af þessu þrennu. Miðaðu við að um 25% af máltíð séu prótein með góðu fitunni eins og omega 3.

Sem dæmi: Egg, hnetur, avokadó, ólífu olía, hummus, lax og kjúklingur.

2. Grænt grænmeti í staðinn fyrir brauð og pasta.

Ástæðan fyrir þessu vali er sú að brauð er fljótt að breytast í sykur og þá ertu aftur á byrjunar reit. Grænmeti eru full af flóknum kolvetnum og þú ert saddari/södd í marga klukkutíma. Það tekur lengri tíma að melta grænmeti en t.d brauð.

Sem dæmi: Arugula og kale eru afar góð.

3. Matur sem er súr.

Ástæðan fyrir þessu er sú að súr matur sparkar sykurlönguninni út um gluggann.

Sem dæmi: Súrkál eða kimchi.

4. Hreint dökkt súkkulaði.

Ástæðan fyrir því er sú að súkkulaðið losar um endorfín án þess að hækka sykurinn í blóðinu.

Sem dæmi: 100% hreint dökkt súkkulaði, ef það er of mikið má fara niður í 75% súkkulaði.

5. Drekka meira vatn.

Ástæðan fyrir því er sú að vatn platar magann og þér finnst þú vera södd/saddur og vatn skolar sykur úr líkamanum og er þannig að draga úr sykur lönguninni. Bónusinn er að það getur líka hjálpað þér að léttast.

Það er mikil umræða um þessar mundir um gæði þess að hætta að neyta alls sykurs. Sjá Hér.

Heimildir: mindbodygreen.com 

Þú getur fundið meiri fróðleik hér frá heilsutorg

SHARE