Svona getur þú afeitrað líkamann af sykri á 10 dögum

Ef þér líður eins og þú þurfir að venja sjálfa/n þig af sykri og þú veist ekki hvernig þú átt að fara að því, eru hér góð ráð við því. Á 10 dögum getur þú vanið líkama þinn af sykri ef þú fylgir þessum reglum.

Sjá einnig: Hvaða áhrif hafa sykur, glúten, mjólk og vín á andlit þitt?

sugar-detox-image

Sjá einnig: Sykursýki og nýrnasjúkdómar

1. Taktu ákvörðun

Þessar spurningar hjálpa þér að finna út hvort þú þurfir að fara í sykurdetox. Ef þú svarar flestum af eftirfarandi spurningu játandi, þarft þú pottþétt að venja þig af sykri.

– Ert þú með áunna sykursýki?

– Ert þú með fitu aðallega á miðsvæðinu?

– Ertu í yfirþyngd?

–  Færðu mikla löngun í sykur eða hitaeiningar?

–  Áttu erfitt með að létta þig þó að þú ert á hitaeiningasnauðu fæði?

–  Ertu með hátt kólestról eða með lágt gott kólestról. Hefur þér verið sagt að blóðsykur þinn sé í hærra lagi?

2. Hættu að drekka hitaeiningarnar þínar

Sykur í vökvaformi er verri en sykraður matur. Hitaeiningar í vökvaformi kveikja hreinlega í fitusöfnun í lifrinni þinni, sem veldur síðan kviðfitu. Þér mun síður finnast þú vera södd eða saddur, svo þig langar alltaf í meiri sykur og hitaeiningar. Það er ástæðan fyrir því að þú ættir að hætta að drekka gos, safa og sætt kaffi eða te.

3. Borðaðu holl kolvetni

Þetta eru þau kolvetni sem þú getur borðað endalaust af, svo sem grænmeti á borð við brokkolí, kál, aspas, grænar baunir, lauk,  kúrbít, sveppir, fennel, tómatar, eggaldin, papriku og ætiþistlar. Forðastu kartöflur, sætar kartöflur, rauðrófur, grjón og baunir í 10 daga á meðan þú ert að afeitra þig.

[nextpage title=”Fleiri atriði”]

4. Fáðu kraft úr próteinum

Með því að borða mikið prótein í morgunmat, jafnar þú út blóðsykur þinn. Byrjaðu daginn með próteinhristingum eða eggjum. Borðaðu einnig meira af hnetum, eggjum, fiski, fræjum og kjúklingi.

5. Skiptu sykrinum út fyrir fitu

Sannleikurinn er sá að fita gerir þig ekki feita/n, heldur gerir sykur það. Fita hjálpar okkur að líða eins og við séum södd og jafnar út blóðsykurinn. Reyndu að borða mikið af hollri fitu í hverri máltíð og borðaðu meira af fræjum, hnetum, ólívuolíu, avakadó, kókosolíu og omega 3 fitusýrum.

6. Minnkaðu bólgur

Rannsóknir hafa sýnt fram á að bólgur geta leitt til þess að blóðsykur þinn fari í ójafnvægi, þú getur fengið áunna sykursýki (týpa 2) og haft slæm áhrif á insúlínframleiðslu. Sykur, hveiti og transfitur eru helstu bólguvaldandi fæðurnar. Ekki borða mjólkurvörur og glúten á meðan þú ert að venja þig af sykri.

7. Sofðu nóg

Þeim mun minni svefn sem þú færð, því meiri sykur og hitaeiningalöngun hefur þú. Hungurhormónið eykst og þig fer að langa meira í mat ef þú sefur minna en 8 klukkustundir.

Heimildir: womendailymagazine.com

SHARE