Nýrnasjúkdómur hjá sykursjúkum er af völdum of hárra blóðsykursgilda sem fylgjar sykursýki. Blóðþrýstingurinn gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar framvindu sjúkdómsins. Nýrnasjúkdómur tengdur sykursyki á að finnast í þvagsýni sem tekið er í reglulegu eftirliti sykursjúka. Meðferðin hefur skánað mikið þar sem sjúklingar hér áður fyrr fundirgengu himnuskiljun eða þurftu að fá nýtt nýra.

Hver er orsökin?

Sjúkdómurinn er af völdum hárra blóðsykursgilda. Litlu æðarnar í nýrunum verða óþéttar þannig að prótín fer út í þvagið. Sjúkdómurinn er oft samfara of háum blóðþrysting (sem jafnvel stafar af skemmdum á nýrunum) eða augnsjúkdómum.

Hver eru einkennin?

Við upphaf sjúkdómsins eru

 • Engin einkenni

Þegar á líður verður einkenna á minnkun nýrnastarfseminnar vart, sem lýsa sér í:

 • þreytu
 • ógleði og uppköstum
 • kláða í húð
 • járnbragði
 • súrum ropa.

Hver eru hættumerkin?

Röng meðferð á sykursýki (of há blóðsykursgildi) er merki um að nýrnasjúkdómar geti þróast.

Hvað er hægt að gera?

Halda blóðsykursgildunum í eðlilegu jafnvægi. Láta mæla próteinið (albumin) í þvaginu relglulega (einu sinni á ári) og láta athuga blóðþrýstinginn.

Sjá einnig: Sykursýki á meðgöngu

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Próteinið albumin er mælt með þvagsýni, sem hefur safnast yfir nótt.

 • Ef magnið er < 20 m g/min er það eðlilegt
 • Ef magnið er á bilinu 20 og 200 m g/min nefnist það lítil albúmínmiga (upphaf sjúkdómsins)
 • Ef magnið er > 200 m g/min nefnist það mikil albúmínmiga (sykursýkis nýrnasjúkdómur).

Við mikla albúmínmigu (makroalbuminuri) er nýrnatalan mæld og magn salts í blóðinu.

Stundum er tekið blóðsýni og þvagi safnað yfir nótt til að mæla nýrnastarfsemina.

Fæði

Ef albúmínmigan er mikil og minnkun á nýrnastarfseminni er til staðar getur verið nauðsynlegt að snæða próteinsnauðan mat.

Batahorfur

Ef albúmínmigan hefur áður verið mikil er meðferð hafin til að minnka hættuna á þróun sjúkdómsins. Hjá sumum sjúklingum eykst nýrnastarfsemin til muna sem getur leitt til himnuskiljunar og jafnvel getur sjúklingurinn þurft á nýju nýra að halda.

Hver er meðferðin?

Jafnvægi komið á blóðsykursgildin.

 • Ef albúmínmigan er mikil hefst meðferðin á sérstöku blóðþrýstingslyfi (ACE-heftandi meðferð) hvort sem sjúklingurinn er með of háan blóðþrýsting eður ei.
 • Við mikla minnkun á nýrnastarfseminni, prótínsnauð fæða.
 • Himnuskiljun.
 • Nýrnaígræðsla.

 

SHARE