Takk fyrir okkur kæru lesendur.

Við stelpurnar sem stöndum að baki Hún.is ákváðum að gera vel við okkur í mat og drykk í tilefni af því að við höfum slegið aðsóknarmet á síðuna okkar, núna viku eftir viku. Á fallegu sumarkvöldi skelltum við okkur í miðborgina, sem iðar af mannlífi þessa dagana og við settumst niður á litlum, rótgrónum og notalegum stað sem margir þekkja en hann heitir Kofi Tómasar frænda.

Screen shot 2013-08-01 at 14.50.25

Við fengum okkur sæti við gluggann þar sem við gátum fylgst með fjölbreytileikanum í mannfjöldanum út um gluggann og pöntuðum okkur þessa fínu Sangríu á borðið en við vorum svo ótrúlega heppnar að það var akkúrat „happy hour“ á Sangríukönnu. 

sangría

Þar sem tvær af okkur ganga með börn þá að sjálfsögðu var hægt að fá óáfenga kokteila líka og fengu þær sér dásamlega óáfenga Mojito. Við sátum um stund á Kofanum en svo lá leið okkar upp á efrihæðina en þar er Sakebarinn staðsettur og bjóða þeir upp á sushi sem engin af okkur hafði smakkað.

Sakebarinn

Sakebarinn er virkilega huggulegur og kósý staður og maður getur látið fara svo vel um sig. Starfsfólkið var ofsalega liðlegt við okkur og engin bið að fá þjónustu á þessum bænum.

Screen shot 2013-08-01 at 15.02.50

Matseðillinn var fjölbreyttur og það var meira að segja sérstakur sushi pakki fyrir konur sem eru ófrískar sem er auðvitað algjör snilld og við kunnum vel að meta það.

Screen shot 2013-08-01 at 15.25.03

Við vorum svo sannarlega ánægðar með matinn og andrúmsloftið, við fengum nóg af mat og drykk og verðið var líka mjög gott.

Screen shot 2013-08-01 at 15.27.08

Í lokin pöntuðum við okkur svo kaffi og heitt súkkulaði sem var eins og allt hitt ofsalega gott.

Þetta kvöld var í alla staði vel heppnað og urðum við því að fá að deila þessu með ykkur og um leið þakka ykkur, lesendur góðir, fyrir að fylgjast með síðunni okkar og við erum mjög spenntar fyrir framhaldinu. Við ætlum að halda áfram að koma með efnið sem þið viljið lesa og jafnvel mun eitthvað nýtt bætast við í haust, hver veit?

SHARE