Þau eru ekki viss hvort að þetta er strákur eða stelpa, en heillast engu að síður – Myndband

SHARE

Þriðju seríunni af The Voice kids lauk  í Hollandi á föstudag. Líkt og í fyrirmyndinni The Voice þá syngja keppendur fyrir 3 dómara sem snúa baki í keppendur og ýta á hnapp ef að þeim líst vel á og stóll dómarans snýst við.
Hér var hinsvegar byrjað á blindum áheyrnarprufum, þar sem að dómarar sáu ekki keppendur fyrr en þeir höfðu flutt lag sitt á enda. Í meðfylgjandi myndbandi eru dómarar ekki vissir hvort að það er stelpa eða strákur sem syngur.

Það reyndist vera hinn 13 ára gamli Ayoub Maach (hann varð 14 ára nokkrum dögum áður en þáttaröðinni lauk) sem leyndist á bakvið þessa flottu rödd. Hann heillaði ekki aðeins dómarana upp úr skónum við fyrstu hlustun, hann gerði sér lítið fyrir og vann keppnina.

Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.

SHARE