„Það er bannað að vera fáviti!“ – Jón Geir er trommari Skálmaldar

Skálmöld er þungarokkshljómsveit sem örugglega flestir eru farnir að þekkja, en þeir hafa verið starfandi síðan árið 2009. Skálmöld fékk verðlaunin „Tónlistarflytjandi ársins í popp og rokk“ á Íslensku tónlistarverðlaununum og voru þeir vel að verðlaununum komnir.

Jón Geir er trommari sveitarinnar og við fengum að yfirheyra hann aðeins.

Fullt nafn: Jón Geir Jóhannsson
Raunaldur: 38
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Atvinna: Trommuleikari og fagnörd

Hver var fyrsta atvinna þín? Bensíntittur í Gamla bæ við Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit 10 ára gamall

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Ég fylgdist ekkert með tísku sem unglingur þannig að sennilega hef ég verið eitt samfellt tískuslys. En sennilega kem ég betur út úr „næntís“ fyrir vikið

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?

Hefurðu farið hundóánægður úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Það er blessunarlega langt síðan ég fór í klippingu þannig að það er ekkert sem ég man eftir

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Nei, afhverju ætti maður að gera það?

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Gleyma að fara í skýluna í Laugardalslauginni og fatta það þegar ég var sestur í pottinn (ég var níu ára og þetta situr enn í mér)

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Leðurbuxunum mínum

Hefurðu komplexa? Fullt af þeim

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Það er bannað að vera fáviti!

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Facebook

Seinasta sms sem þú fékkst? Upplýsingar um bókunarnúmer frá Flugfélagi Íslands

Hundur eða köttur? Köttur

Ertu ástfanginn?

Hefurðu brotið lög?  Já. Heilsuverndarlög um hávaðatakmörkun og lög um hámarkshraða, þó ekki bæði í einu.

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Nei

Hefurðu stolið einhverju? Já, mjög miklu af Skálmaldarbreikum (Sorrý Nicko)

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Að hafa lært fyrr mikilvægi þess að maður á aldrei að vera fáviti.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Í stuði, í sumarhöllinni minni í mið-evrópu að hlusta á þungarokk með barnabörnunum.

Screen Shot 2014-03-24 at 1.25.31 PM

 

SHARE