Það er mikið til í þessari frásögn

Eitt sinn var mjög stór og sterkur skógarhöggsmaður sem sóttist eftir vinnu hjá skógarhöggsfyrirtæki.
Hann fékk starfið og var mjög ánægður enda var mjög vel greitt fyrir starfið og starfsumhverfið mjög gott.
Vegna þessa var skógarhöggsmaðurinn ákveðinn í að gera sitt besta.

Yfirmaður hans lét hann fá öxi og sýndi honum svæðið sem hann átti að vinna á.

Fyrsta daginn kom hann til baka með 18 tré.

„Til hamingju“ sagði yfirmaður hans, „haltu áfram svona!“

Mjög áhugasamur og innblásinn eftir orð yfirmanns síns fór skógarhöggsmaðurinn til vinnu daginn eftir ákveðinn í að gera enn betur. Þann dag kom hann þó aðeins með 15 tré til baka. Þriðja daginn reyndi hann enn meira, en kom einungis með 10 tré til baka. Dag eftir dag kom hann alltaf með færri og færri tré til baka.

„Ég hlýt að vera að tapa styrk mínum“, hugsaði skógarhöggsmaðurinn. Hann fór til yfirmanns síns og baðst afsökunnar. Hann sagðist ekki skilja hvað væri eiginlega í gangi.

„Hvenær brýndir þú öxina þína síðast?“ spurði yfirmaðurinn.

„Brýndi? Ég hef nú ekki haft neinn tíma til að brýna öxina. Ég hef verið svo rosalega upptekinn að höggva niður trén…..“

Við ættum nú flest að kannast við svipaðar aðstæður úr okkar lífi.

Við verðum stundum svo upptekin við ákveðin verkefni að við gefum okkur ekki tíma til að brýna „axirnar“ okkar. Í hröðum hversdagsleika nútímans verður fólk sífellt uppteknara, en ekkert hamingjusamara…..og líklegast verður það sífellt erfiðara eftir því sem verkefnin hrannast upp.

En af hverju ætli það sé svo? Gætti það kannski verið vegna þess að við gleymum að halda okkur „beittum“?

Það er ekkert að því að vera dugleg/ur og vinna mikið en við ættum aldrei að verða svo upptekin að við vanrækjum þá þætti sem virkilega skipta okkur máli, eins og persónuleg sambönd okkar, gefa okkur tíma til að tengjast ástvinum, gefa okkur tíma til að lesa, læra og fræðast og fleira sem gefur okkur gildi.

Við þurfum öll tíma til að slaka á, hugsa og hugleiða, læra og þroskast. Ef við gefum okkur ekki tíma til þess að skerpa og brýna „axirnar“ verðum við útkeyrð, þurr á manninn og lífið verður ekki næstum því eins „fókuserað“.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here