„Það geta allir verið borgarstjórar“

©Helgi Halldórsson/Freddi
©Helgi Halldórsson/Freddi

Jón Gnarr hefur ekki í hyggju að gefa aftur kost á sér í hlutverk borgarstjóra. Sonur hans virðist vera mjög sáttur við það samkvæmt stöðuuppfærslu Jóns í morgun:

Screen Shot 2014-01-28 at 2.43.56 PM

Yngsti sonur minn var 4 ára þegar ég varð borgarstjóri. Hann hefur ekki séð mikið af mér síðan. Hann var frekar ánægður þegar ég sagði honum að ég hefði ekki í hyggju að sitja annað tímabil í stóli borgarstjóra. „Ég held að þetta sé rétt ákvörðun,“ sagði hann og eftir smá umhugsun bætti hann við: „Það geta allir verið borgarstjóri en það er bara einn maður sem getur verið pabbi minn.“

Börn eru yndisleg með sína einlægni og hispursleysi. Bara fallegt!

 

SHARE