Það sem þú ættir ekki að gera á deiti

1. Vera stanslaust að kíkja á símann þinn
Eftir að allir eignuðust Iphone er það bara orðin venja að vera alltaf með símann á lofti, tjékka á Instagram, pósta myndum af matnum sínum. Kíkja á Facebook og þessháttar, það er hinsvegar ekkert voðalega heillandi fyrir manneskjuna sem er að bjóða þér á deit ef þú sýnir símanum meiri athygli en honum/henni

2. Stanslaust að horfa í kringum þig.
Þetta gerir maður oft þegar maður er stressaður. Það er þó auðvelt að misskilja þetta þar sem deitið þitt gæti haldið að þér leiddist allsvakalega, nú ef þér alveg drepleiðist er auðvitað bara best að enda kvöldið snemma, fara heim og segja besta vini þínum frá misheppnaða deitinu sem þú áttir 😉

3. Blaðra endalaust
Löng þögn í kringum fólk sem maður þekkir lítið sem ekkert getur verið, tja, já vandræðaleg. Með því að reyna að forðast þessa vandræðalegu þögn gæti verið að þú talir stanslaust um sjálfa/n þig og gefir hinum aðilanum lítið pláss til að tjá sig. Þannig heldur manneskjan sem þú ert á deiti með að þú sért sjálfselsk og hafir lítinn sem engan áhuga á að kynnast sér eitthvað frekar. Spurðu deitið frekar spurninga inn á milli um sitt líf og sín áhugamál og skiptist á.

4. Að láta sig hverfa
Það getur vel verið að Indverski maturinn sem þið borðuðuð hafi farið illa í þig og þú þurfir rosalega að prumpa, og já, það er vandræðalegt. Að sjálfsögðu þarftu ekki að segja nákvæmlega hvað er í gangi í maganum á þér en að láta sig bara hverfa án þess að segja neitt er ekki kúl. Ef þig langar í annað deit skaltu fara frekar fínt í þetta og segja eitthvað í þessum dúr “takk fyrir frábært kvöld, gerum þetta endilega aftur, ég er eitthvað slöpp svo ég held ég fari snemma heim í kvöld, verum endilega í bandi”

5. Að ignora
Jájá, það getur virkað að vera “erfið” en það að svara aldrei símanum eða sms-um er líklega ekki að fara að virka..nennir því enginn

6. Fyrrverandi
Að tala stanslaust um þinn fyrrverandi, hvort sem hann/hún var algjört pakk eða alveg yndisleg/ur þá er það ekki besta umræðuefnið á fyrstu deitunum.. eða bara ever!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here