Það vinsælasta í Bandaríkjunum núna

Ok, ég viðurkenni það, ég er „pínu“ hrifin af Bandaríkjunum. Ég hef að vísu bara einu sinni farið til Bandaríkjana en ég dýrka hvað þau eru fjölbreytileg.

Einn vinsælasti stíllinn í Bandaríkjunum núna er „country farmhouse“, sem byggist að miklu leiti upp á mjúkum litartónum (aðallega hvítum og viðarlit), blúndum og borðum og slaufum með strigapoka áferð. Mér finnst þetta rosalega fallegur stíll, og ég er viss um að ef þið sláið inn í elsku google „country farmhouse decour“ að þá verðið þið sammála mér. Finnst ykkur þetta ekki hlýlegt?

Ég ákvað að prófa að gera auðveld blóm í þessum stíl úr mjóu reipi eða spotta. Ég vafði honum um puttana á mér nokkrum sinnum, tók það svo af og batt um miðjuna. Ég endurtók þetta svo þannig að ég var komin með 2 jafnstór knippi. Svo límdi ég knippin saman í miðjunni með límbyssunni minni og til að fela miðjuna þá límdi ég á hana gamla eyrnalokka (alltaf að gefa hlutum annað tækifæri, hugsa út fyrir krassann). Svo var bara að taka lykkjurnar aðeins í sundur þannig að þetta líktist meira blómi og líma á þessa kertaskjaka. Til að gera þá þá hafði ég hafði bara keypt mjög ódýra kertaskjaka og límt ofan á þá glerkúpla og sett ofan í þá skrautsteina og sand. Ódýrt, auðvelt og virkilega sætt.

 

 

SHARE