Það er ekki tekið út með sældinni að vera heimsfræg söngkona. Kjaftasögur eru óþolandi fylgifiskur frægðarinnar eins og Beyoncé hefur fengið að kynnast. Hjónaband hennar hefur fengið útreið í slúðurmiðlum undanfarið og orðrómur þess efnis að hún sé ófrísk er stöðugt á kreiki. En nú hefur stórstjarnan tekið sig til og virðist ætla að þagga þetta allt saman niður. Beyoncé nýtur nú lífsins á Ítalíu og hún og Jay Z virðast ástfangnari sem aldrei fyrr. Eins hefur drottningin birt þó nokkrar myndir af sér með áfengi við hönd.

Sjá einnig: Beyonce gefur sér tíma fyrir dóttur sína – Sjáðu myndirnar!

Skilaboðin eru skýr. Beyoncé er hvorki ólétt né í skilnaðarhugleiðingum.

Beyonce-and-Jay-Z (1)

Beyonce-and-Jay-Z

2C6313E400000578-3237215-image-m-136_1442426970508

SHARE