Þokkaleg þakíbúð í Grafarvogi – Myndir

Þessi virkilega smekklega þakíbúð á tveimur hæðum er við Veghús í Grafarvoginum. Íbúðin er 187 fm. og svefnherbergin eru fjögur. Í eldhúsinu er vönduð innrétting með gashelluborð og breiðum ofni og innbyggðum kjötmæli. Mikil og skemmtileg lofthæð er í stofunni með innbyggðri lýsingu með Dali ljósastýringarbúnaði. Nýtt handrið er á milli hæða með sérhertu gleri og í hjónaherberginu er fallegt veggfóður á vegg sem setur skemmtilegan svip á herbergið.

1780676_613109032095691_2087737445_n

 

 

 

Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.

SHARE