Þörf á mikilli viðhorfsbreytingu – Glæsileg herferð í gangi – Myndband

Síðastliðið hálft ár hefur þriðjungur íslenskra ökumanna ekið undir áhrifum áfengis. Þetta er sláandi staðreynd og ljóst að mikillar viðhorfsbreytingar er þörf gagnvart ölvunarakstri.

Vínbúðin og Samgöngustofa, í samvinnu við Hvíta húsið hafa því hrint af  stað herferð til að berjast gegn ölvunarakstri og er sjónvarpsauglýsingin fyrsti hluti þess átaks.

Megintilgangur herferðarinnar er að vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar  og alvarleika ölvunaraksturs og auka samfélagslega ábyrgð.

Screen Shot 2014-03-15 at 11.27.05 AM

Hvíta húsið er ákaflega stolt af herferðinni og þakkar Samgöngustofu, Vínbúðinni og Truenorth kærlega fyrir samstarfið.

Og munum að: Bara einn er einum of mikið.

[vimeo width=”600″ height=”400″ video_id=”89087050″]

SHARE