Þessa dásamlegi fiskur er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt. 

Fiskur í pestómauki
800 g þorskur
svartur pipar
1 dl klettakáls- og basilíkupestó

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 170°c.
  2. Kryddið fiskinn með pipar og veltið honum síðan upp úr pestóinu.
  3. Setjið í eldfast mót og bakið í u.þ.b. 10-12 mínútur.

Klettakálspestó
1 poki klettakál
2-3 stilkar basilíka (má sleppa)
2 hvítlauksgeirar
pipar
1 msk furuhnetur
4 msk rifinn parmesanostur
2 msk sítrónusafi
1/2 msk sykur
2 dl olía

Aðferð

  1. Setjið allt nema olíu í matvinnsluvél og maukið vel.
  2. Bætið síðan olíunni smátt og smátt saman við þar til pestóið er orðið hæfilega þunnt.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE