Þrettándinn: Í dag mæla dýrin á mannamáli

Þá er Þréttándinn runninn upp, vindasamur og hrímhvítur, en hérlendis hefur þrettándinn öðrum fremur verið lokadagur jóla. Þessum degi hafa Íslendingar fagnað allt frá fyrsta almanakinu sem gefið var út eftir tímtalsbreytinguna sem Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út árið 1707, sjö árum eftir breytinguna en dagurinn bar upprunalega heitið „jóladagurinn gamli“ og var Þrettándinn þannig kallaður „gömlu jólin“ allt fram til ársins 1900.

Í dag kasta selir hamnum og álfar gerast forspáir á krossgötum

Nafnið ber hátíðisdagurinn af þeirri staðreynd að hann mun þrettándi og jafnframt síðasti dagur jólahátíðarinnar. Gamlar heimildir herma að á Þrettándanum hafi kýr öðlast mannamál, selir kastað hamnum og að gott sé að sitja á krossgötum til að leita spásagna frá álfum og huldufólki sem hafi vistaskipti á síðasta degi jóla.

Kertasníkir þrammar til fjalla í dag

Ekki margir leiða þó jafnvel hugann að því að þegar jólasveinar eru komnir til byggða, þá taka þeir að týnast einn af fætur öðrum til fjalla aftur. Undanfarna daga hafa þeir bræður því einsamlir lagt af stað til Grýlu móður sinnar og þá þrammar sjálfur Kertasníkir, síðastur jólasveina, frá mannabyggðum í dag og fer til heimkynna sinna i fjöllum. Þar með lýkur hinum íslensku jólum.

Álfar og tröll láta á sér kræla við útibrennur

Íslendingar hafa löngum gert sér dagamun í lok jóla og Þrettándinn hefur þannig gengt hlutverki varadags fyrir útiskemmtanir ef veður hefur brugðist um áramót. Útiskemmtanir með brennu, dansi og söng eru enn við lýði í dag og koma þar fram tröll og álfar, jólasveinar og aðrir þekktir íslenskir vættir.

Útibrennur færðar fram til helgarinnar í ár sökum veðurofsa

Þrettándabrennum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað sökum veðurs, eins og fram kemur á Vísi í dag. Þannig verður fyrirhugaðri þrettándabrennu við Ægissíðu frestað til föstudags vegna vonskuveðurs sem mun ganga yfir landið í kvöld og nótt, en tveimur öðrum Þrettándabrennum í Reykjavík hefur einnig verið frestað til laugardags vegna spár Veðurstofu; í Grafarvogi og Grafarholti.

Heimild: Wikipedia / Ljósmynd: Eldri Reykjavík

Tengdar greinar:

Áramót og áramótaheit

Ætlar þú að prófa eitthvað nýtt á árinu?

Hvernig getum við náð markmiðum okkar á nýju ári og árangri til frambúðar?

SHARE