“Ekki bíða eftir stórkostlegu tækifæri. Taktu það góða úr venjulegum aðstæðum og reyndu að gera það æðislegt. Veikgeðja fólk bíður eftir tækifærunum en sterkt fólk gerir þau”

Sjá einnig: Leita Heldur þú að vandamálin þín gufi upp?

leap-of-faith1

Sjá einnig: Þegar það er allt í lagi að vera ALVEG SAMA

Þú munt aldrei vera nógu tilbúin/n fyrir fyrstu tónleikana þína. Þú hefðir getað æft þig betur, reynt að muna lagið betur eða lagt meira upp úr sýningunni. Þú munt aldrei vera fullkomnlega undirbúin/n undir lokaprófið. Þú hefðir getað lært betur, lesið einu sinni aftur yfir áður en þú ferð inn í kennslustofuna til auka aðeins meira við kunnáttu þína. Þú munt aldrei vera nógu tilbúin/n til að byrja á metnaðarfullu verkefni. Þú hefðir getað spurt  fleiri um álit, eða undirbúið þig betur til að gera verkefnið dýpra og skoðað alla þætti verkefnisins. Sannleikurinn er sá að þú ert aldrei nógu tilbúin/n til að hoppa upp í lestina, en ef þú gerir það ekki, þá gætirðu verið að missa af besta tækifæri lífs þíns. Þú munt ekki fá ótakmörkuð tækifæri til að fá það sem þú vilt og fátt er verra en eftirsjáin að hafa ekki gripið gæsina á meðan hún gafst.

Byrjaðu áður en þú ert tilbúin/n. Fróður maður sagði eitt sinn “Maður getur ekki uppgötvað ný höf ef hann hefur ekki hugrekkið til að missa sjónar af ströndinni”. Tækifæri krefjast hugrekkis og það veltur eingöngu á okkur hvert við stefnum. Við missum oft af frábærum tækifærum vegna þess að við höldum að við erum ekki tilbúin fyrir þau, að þau hafi ekki komið á rétta augnablikinu. Við höldum að okkur skorti þekkinguna og reynsluna til að takast á við ný verkefni í lífinu og höllum okkur aftur í þægilega stólnum okkar, án þess að svo mikið sem reyna. Við erum hrædd, hrædd við að mistakast eða að hlaupa án þess að vita hvert við stefnum og óttumst það sem má búast við á leiðinni.

Sannleikurinn er sá að við mynum aldrei vera nógu tilbúin þegar stóru tækifærin bjóðast okkur og það er allt í lagi! Fólk sem hefur náð langt var ekki tilbúið, því þau gera hlutina áður en þau vissu að þau gætu þá. Þau taka áhættuna!

Hoppaðu upp og ekki horfa aftur! Segðu bara já, áður en þú veist hvernig þú ætlar að fara að því að gera það sem þarf. Tækifærin neyða okkur til að taka eitt skref í áttina að því að enduruppfinna okkur á nýjan leik. Til að hlaupa inn í óvissuna og fara út fyrir þægindarammann, sem við erum vön að búa í. Tækifæri fela í sér erfiðleika og óvissu og gefur okkur ekki loforð um betri framtíð. En eitt er víst,  að þú munt þroskast og vaxa út frá reynslunni. Þú munt bæta þig og verða betri í næsta skiptið og ef þér mistekst, munt þú læra af mistökum þínum og þar af leiðandi ekki gera sömu mistökin aftur.

Þú munt aldrei vita fyrirfram hvort þér takist verkið, án þess að reyna og ýta sjálfum þér út fyrir þín eigin mörk. Ef það hræðir þig að svo mikið að reyna, er það um leið mögulega það besta sem þú gætir gert fyrir sjálfa/n þig. Treystu á sjálfa/n þig og taktu á skarið, segðu já og finndu út úr því seinna hvernig þú ferð að því.

Tækifærin okkar koma þegar við eigum síst von á þeim. Lífið gefur okkur verkefni til að láta reyna á hugrekki okkar og vilja til að breytast. Á slíkum augnablikum er tilgangslaust að láta eins og ekkert hafi gerst ennþá eða segja að við erum ekki tilbúin. Verkefnið mun ekki bíða eftir okkur, því lífið horfir ekki til baka. Oft á tíðum áttum við okkur á því að við erum búin að missa af tækifærum vegna þess að við gerðum ekkert í málunum. Ekki missa af lestinni, sum tækifæri koma oft seint, en þau hverfa okkur hratt. Láttu bara vaða!

Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.

SHARE