Tígrisdýr halda 5 mönnum í gíslingu uppi í tré

Fimm menn frá Indónesíu hafa þurft að dúsa uppi í tré síðan á fimmtudaginn þegar þeir drápu, fyrir slysni, lítinn tígrishvolp og fyrir vikið voru þeir eltir upp í tré af tígrisdýrunum sem eftir lifðu. Mennirnir voru sex til að byrja með en sá sjötti var drepinn af tígrisdýrunum að sögn BBC fréttastofunnar.

Hópur mannanna var í leiðangri að leita að ákveðinni tegund af við sem notaður er í reykelsi sem seld eru dýrum dómum. Mennirnir ætluðu að veiða sér dádýr til að borða en fengu óvart tígrishvolpinn í gildruna. Tígrisdýrin komu svo til að kanna málið og réðust svo á mennina og flúðu þeir upp í tré þar sem þeir eru enn. Þeir hringdu eftir hjálp og þorpsbúarnir komu og reynd að hjálpa þeim en voru hraktir burtu af tígrunum.

30 manna björgunarlið hefur verið kallað til en yfirmaður lögreglunnar sagði að það gæti tekið smá tíma að ná til mannanna og gæti þurft að skjóta eða svæfa dýrin.

 

SHARE